Ólympíuhlaup ÍSÍ
Ólympíuhlaup ÍSÍ sem áður var kallað Norræna skólahlaupið fór fram þriðjudaginn 10. september í flottu veðri. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skóla til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur velja á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fá þátttakendur viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.
Í Tálknafjarðarskóla hlupu 42 nemendur samtals 141 km og stóðu sig allir vel. Í ár var fyrsta skiptið sem leikskólinn tók þátt og stóðu þau sig vel eins og allir nemendur skólans.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir