A A A

Opinn kynningarfundur á Patreksfirði

Mennta- og menningarsvið Rannís stendur fyrir opnum kynningarfundi á FLAK á Patreksfirði, miðvikudaginn 3. nóvember kl: 17:00.
 

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus , menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES .
 

Starfsfólk okkar verður svo til taks eftir kynningarnar fyrir þau sem vilja ræða möguleikana í norrænu og evrópsku samstarfi nánar.
 

Kaffi og léttar veitingar í boði.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón