Orðsending til íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum
Vegna COVID-19 faraldursins er mikilvægt að við íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum stöndum saman og hugum að velferð allra í okkar samfélagi.
Vilja undirritaðar stofnanir og félagasamtök hvetja íbúa til að huga að náunga sínum. Félagsþjónusta, lögregla, heilbrigðisstofnun og Þjóðkirkja þekkja vel til skjólstæðinga sinna og reyna að sinna öllum vel í því ástandi sem við tökumst nú á við.
Til þess að fyrirbyggja að einhver sem er einangraður og/eða þarfnast þjónustu fari fram hjá okkur, biðlum við til almennings um að huga að nágrönnum og ættingjum og láta vita ef grunur leikur á að einhver þurfi á stuðningi að halda. Einnig á þetta við ef einhver þarf á einhverju viðviki/aðstoð að halda svo sem að útvega aðföng eða hvað annað.
Við erum öll almannavarnir. https://www.covid.is/
Hafa má samband við Félagsþjónustuna í síma 450 2300 eða netfangið arnheidur@vesturbyggd.is eða Kristján Arason sóknarprest í síma 846-6569
...
Félagsþjónusta í Vestur Barðastrandasýslu
Patreksfjarðarprestakall
Lögreglan á Vestfjörðum
Rauði krossinn á sunnanverðum Vestfjörðum
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Björgunarsveitirnar
Lions á Patreksfirði
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir