A A A

Píanótónleikar í Tálknafjarðarkirkju

Edda Erlendsdóttir, prófessor í píanóleik við Tónlistarháskólann í Versölum, fagnar 30 ára tónleikaafmæli.
Edda Erlendsdóttir, prófessor í píanóleik við Tónlistarháskólann í Versölum, fagnar 30 ára tónleikaafmæli.

Tónleikar Eddu Erlendsdóttur píanóleikara verða í Tálknafjarðarkirkju nk. sunnudag kl. 17:00.

Sérstaklega er vakin áthygli á því að ókeypis er tónleikana fyrir nemendur grunn- og framhaldsskóla en áskilið er að grunnskólanemendur komi í fylgd fullorðinna

 

Edda hefur gert margar upptökur bæði fyrir hljóðvarp og sjónvarp, m.a. fyrir þáttinn „Tíu fingur“ sem sýndur var í íslenska ríkissjónvarpinu í janúar 2007. Hún hefur gefið út diska með píanóverkum eftir Carl Philip Emanuel Bach, Alban Berg, Edvard Grieg, Joseph Haydn, Franz Schubert, Arnold Schönberg og Pjotr Tsjækovkskí sem hlotið hafa viðurkenningu og lof gagnrýnenda.
 

Edda Erlendsdóttir fagnar á þessu ári 30 ára tónleikaafmæli og hefur af því tilefni haldið fjölda tónleika, m.a. í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík, þar sem hún vígði nýjan Steinway flygil og flutti verk eftir Schubert, Liszt, Schönberg og Alban Berg. Einnig hélt hún tónleika í Théatre du Châtelet í París þar sem hún flutti verk eftir Schubert og Grieg. Tónleikar hennar í Tálknafjarðarkirkju eru hluti af tónleikaröð hennar á landsbyggðinni 2011, næstu tónleikar eru á Kirkjubæjarklaustri föstudag 28. október og í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit, sunnudag 30. október.
 

Edda er búsett í París og starfar sem prófessor í píanóleik við Tónlistarháskólann í Versölum. Hún var sæmd Fálkaorðunni 2010 fyrir framlag sitt til tónlistar.
 

Þessir tónleikar eru styrktir af Tónlistarsjóði mennta- og menningarmálaráðuneytis sem hluti verkefnisins Tónleikar á landsbyggðinni.

 

Efnisskrá

Joseph Haydn (1732-1809)  
   Sónata nr. 47 í h-moll

     Hob. XVII:32

     Allegro moderato

     Menuet

     Finale. Presto

Franz Schubert (1797-1828)
   Drei Klavierstücke D. 946

     Allegro assai

     Allegretto

     Allegro

Franz Liszt (1811-1886)
   Fjögur smálög

     En rêve

     Toccata

     Nuage gris

     Bagatelle sans tonalité

Edvard Grieg (1843-1907)
   Níu ljóðræn smálög

     Arietta

     Vals

     Fiðrildi

     Vorið

     Kirkjuklukkur

     Einn á háfjöllum

     Scherzo

     Smátröll

     Liðnir dagar

Edda Erlendsdóttir er fædd í Reykjavík og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, m.a. hjá Hermínu Kristjánsson og Árna Kristjánssyni. Hún lauk þaðan einleikaraprófi 1973 en hafði ári fyrr lokið píanókennaraprófi. Hún stundaði síðan nám hjá Pierre Sancan við Tónlistarháskólann í París og lauk þaðan prófi 1978. Hún naut einnig leiðsagnar Marie-Francoise Bucquet. Hún var árið 1990 valin fulltrúi Menuhin stofnunarinnar.
 

Edda hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum m.a. á Englandi, Spáni, Ítalíu, í Frakklandi, Skandinavíu, Belgíu, Þýskalandi, Sviss, Rússlandi, Lettlandi, Úkraínu, Bandaríkjunum og nýverið í Kína.

Hún tekur reglulega þátt í tónlistarlífinu á Íslandi, m.a. hjá Kammer-músikklúbbnum, á Tíbrár tónleikum í Salnum og á Listahátíð í Reykjavík. Hún tók þátt í frumflutningi hérlendis á Brúðkaupinu eftir Stravinsky á Listahátíð árið 2002. Hún hefur oft komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutti síðast í nóvember 2007 píanókonsert eftir Haydn undir stjórn Kurt Kopecky en hljóðritun hans hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010.
 

Efnisskrár hennar spanna fyrstu verkin skrifuð fyrir fortepíanó allt til samtímatónlistar og hafa vakið athygli fyrir frumleika. Hún fumflutti á Íslandi Sónötu nr. 1 eftir Pierre Boulez og Kammerkonsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara eftir Alban Berg með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur verið ötull flytjandi íslenskrar píanótónlistar erlendis og hafa íslensk tónskáld samið fyrir hana.
 

Edda hefur verið virkur þátttakandi í kammertónlist. Hún átti frumkvæði að árlegum kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri og var listrænn stjórnandi þeirra í 15 ár. Hún er einnig meðlimur í kammerhópnum Le Grand Tango undir stjórn Oliviers Manoury bandoneonleikara sem hefur sérhæft sig í flutningi á argentískum tangó. Hún hefur átt farsælt samstarf með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins og ber þar helst að nefna Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara en diskur þeirra með verkum eftir Kodaly, Martinu, Janacek og Enescu hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2005.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón