A A A

Póstkosning

Sjái íbúi sér ekki fært að mæta á kjörstað á kjörtímabilinu er hægt að óska eftir því að greiða atkvæði sitt með póstkosningu. Slík beiðni skal berast skrifstofum sveitarfélaganna í tölvupósti eða í síma og skal taka fram hvort kjörgögn eigi að berast til viðkomandi aðila í almennum bréfpósti eða í tölvupósti. Sé kosið í póstkosningu ber íbúi ábyrgð á að koma kjörseðli á kjörstað fyrir lokun kjörstaða, 28. október kl. 18:00.

 

Þegar kjósandi greiðir atkvæði með póstkosningu fær kjósandi kjörgögn, þ.e.a.s. kjörseðil og fylgibréf með kjörseðli (og tvö umslög ef kjörgögn eru afhend í pósti annars ber kjósandi að útvega sjálfur tvö umslög). Í fylgibréfinu má finna nákvæmar leiðbeiningar um hvernig skuli standa að því að greiða atkvæði og ganga frá kjörseðli svo hann sé ekki rekjanlegur til kjósanda.
 

Kjósandi ritar atkvæði sitt á kjörseðilinn án þess að nokkur annar sjái. Leggur samanbrotið atkvæði sitt í ópersónugreinanlegt umslag í viðurvist tveggja lögráða votta eða lögbókanda og límir það aftur. Því næst fyllir kjósandi út fylgibréf og undirritar. Njóti hann aðstoðar fyllir aðstoðarmaður út fylgibréfið og undirritar. Vottar eða lögbókandi skulu votta auðkenni kjósanda og aðstoðarmanns eftir atvikum.
 

Kjósandi leggur síðan fylgibréfið og kjörseðilsumslagið í sendiumslag, límir það aftur og áritar til kjörstjórnar Tálknafjarðarhrepps eða Vesturbyggðar, eftir því hvoru sveitarfélaginu kjósandi tilheyrir.
 

Kjósandi annast sendingu kjörgagna til kjörstjórnar og ber sjálfur kostnað af sendingu þeirra. Einnig er heimilt að koma kjörgögnum til kjörstjórnar á annan hátt en kjörgögn þurfa að berast kjörstjórn fyrir lok atkvæðagreiðslu þann 28. október kl.18:00.
 

Vakin er athygli á því að samkvæmt reglugerð um íbúakosningar nr. 922/2023 eru

www.vestfirdingar.is

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón