A A A

Ráðstafanir vegna COVID-19

Í ljósi aðgerða vegna Covid-19 eiga eftirfarandi tilmæli við um starfsemi Tálknafjarðarhrepps frá og með föstudeginum 31. júlí 2020 og gilda til fimmtudagsins 13. ágúst 2020 eða þar til frekari tilmæli verða gefin út.

 

Sundlaug og íþróttahús.

  • Að hámarki 20 gestir í einu í sundlauginni.

  • Hver gestur dvelji ekki lengur en eina klukkustund á sundlaugarsvæðinu í einu.

  • Gufubað og kaldi potturinn eru lokuð.

  • Tækjasalur er lokaður.

  • Gestir virði fyrirmæli almannavarna um að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem og önnur fyrirmæli sem yfirvöld og starfsfólk gefa.

 

Tjaldsvæði

  • Tjaldsvæðinu er svæðaskipt og hámark fjöldi gesta á hverju svæði eru 100 einstaklingar.

  • Hvert svæði hefur sína salernisaðstöðu og eru gestir beðnir um að virða þá skiptingu.

  • Gestir sótthreinsi salernis- og sturtuaðstöðu eftir að hafa notað hana.

  • Gestir virði fyrirmæli almannavarna um að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem og önnur fyrirmæli sem yfirvöld og starfsfólk gefa.

 

Skrifstofur sveitarfélagsins.

  • Skrifstofur sveitarfélagsins eru lokaðar vegna sumarleyfa og verða það til 10. ágúst 2020.

 

Vindheimar, Tálknarfjarðarskóli og Bókasafns Tálknafjarðar

  • Sumarleyfi er í starfsemi í Vindheimum, Tálknafjarðarskóla og Bókasafni Tálknafjarðar. Það þarf því ekki að grípa til sérstakra ráðstafana varðandi starfsemi á þessum stöðum.

 

Að auki hefur verið verið ákveðið að loka Pollinum frá og með föstudeginum 31. júlí þar til annað verður ákveðið. Er þetta gert þar sem nánast ómögulegt er að fara eftir fyrirmælum yfirvalda vegna Covid-19 þar.

 

Starfsmenn, íbúar og gestir eru beðnir um að fylgja fyrirmælum og þeim tilmælum sem gefin eru út og sameinast í baráttunni gegn Covid-19.

 

Hægt er að sjá gildandi takmarkanir í samkomubanni sem yfirvöld hafa gefið út hér:

https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann

 

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón