Ráðstefna um framtíð sjávarbyggða
Ráðstefna um framtíð sjávarbyggða á Vestfjörðum verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 22. september nk. Á ráðstefnunni verða margir af helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði og eru bundnar vonir við að ráðstefnan verði fjölsótt og leiði til umræðu um stöðu og framtíð svæðisins. „Sjávarútvegur er ein af lykil atvinnugreinum Vestfjarða, atvinnugreinin byggir á sjávarauðlindinni og er framtíð svæðisins samofin því hvernig til tekst að ná sem mestum verðmætum úr auðlindinni með sjálfbærum hætti. Staða atvinnulífs og viðvarandi fólksflótti á Vestfjörðum eru áhyggjuefni sem íbúar, sveitarstjórnarmenn, ríkisvald og atvinnulíf þurfa að hugsa um með lausnamiðuðum hætti,“ segir Shiran Þórisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Ráðstefnan er samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Vaxtasamnings Vestfjarða, Matís, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Háskólaseturs Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Markmið ráðstefnunar er að fjalla um stöðu Vestfjarða og framtíðina. Það er von skipuleggjenda ráðstefnunnar að ráðstefnan sjálf geti verið mikilvægt innlegg í upplýstri og faglegri umræðu um framtíð sjávarbyggða á Vestfjörum.
Dagskrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Atvinnuþróunarfélagsins - www.atvest.is.
Frétt tekin af: bb.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir