Ræðunámskeið
Það fæðist enginn ræðumaður, ekki frekar en altalandi, en hvort tveggja lærist! POWERtalk á Íslandi stendur fyrir ræðunámskeiði 12 – 13 apríl næstkomandi. Námskeiðið er í þrem hlutum þar sem farið verður í grunnatriðin í ræðumennsku; uppbyggingu ræðu, framkomu í ræðustól, raddbeitingu og líkamstjáningu.
Staðsetning og tími:
Námskeiðið verður haldið í fundarsalnum í félagsheimili Patreksfjarðar, gengið inn hliðardyr hússins.
- Föstudaginn 12. apríl frá kl. 20:00 - 22:00
- Laugardaginn 13. apríl frá kl. 10:00 -12:00
- Laugardaginn 13. apríl frá kl. 13:30 -15:30
Verð:
Verð kr. 15.000 kr.
Verð fyrir POWERtalk félaga kr. 5000.-
Námsskeiðsgögn innifalin í verði.
Skráning og upplýsingar:
Vinsamlegast sendið upplýsingar á klettur@powertalk.is eða hringja í síma 699-8824 (Sirrý) til að skrá þig eða óska eftir frekari upplýsingum. Vinsamlegast skráið nafn, netfang og símanúmer.
Skráning þarf að berast síðasta lagi 10. apríl næstkomandi.
Umsögn þátttakenda á síðasta námskeiði.
"Námskeiðið nýttist mér mjög vel að svo mörgu leiti. Gott að fá kennslu um undirstöðuatriði í uppbyggingu ræðu sem hefur m.a. nýst mér í flutningi verkefna í skóla og vinnu. Eins nýttust mér tæknileg atriði um framkomu í ræðustól, raddbeitingu og svo margt fleira. Mæli með þessu fyrir alla þá sem þurfa að koma máli sínu á framfæri" Sigríður Bríet
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir