A A A

Raunfærnimat í skipstjórn

Í haust 2014 er fyrirhugað að bjóða uppá nám til skipstjórnarréttinda við Menntaskólann á Ísafirði í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða (A stig 24 metra). Gert er ráð fyrir að námið vari 3 annir í dreifnámi og ljúki í desember 2015.
 

Einstaklingar sem náð hafa 25 ára aldri og hafa starfað samanlagt í 1125 daga á sjó eiga möguleika á því að fara í gegnum svokallað raunfærnimat sem hugsanlega getur fækkað þeim áföngum sem þeir þurfa að taka.  Þeim sem ekki uppfylla þessi skilyrði er frjálst að stunda námið eins og annað almennt framhaldsskólanám.
 

Þeir sem hugsanlega geta nýtt sér raunfærnimatið þurfa að leggja fram gögn um tíma sinn á sjó en þær upplýsingar liggja hjá Samgöngustofu (lögskráningadeild). Ekki er þó víst að allar lögskráningar séu tiltækar í skráningarkerfi Samgöngustofu. Getur því reynst nauðsynlegt að afla frekari ganga til að staðfesta tíma til sjós. Helstu leiðir hafa verið að að fá yfirlit um greiðslur í lífeyrissjóði og í ákveðnum tilfellum hefur þurft að leita uppi gögn t.d. á héraðs- og skjalasöfnum. Öflun þessar upplýsinga getur tekið tíma og eru því þeir sem telja sig uppfylla skilyrði og hafa áhuga á að að kanna möguleika sinn á raunfærnimati hvattir til að hefjast strax handa við að ná í þessi gögn.
 

Þá eru þeir sem áhuga hafa á raunfærnimatinu hvattir til að leita uppi öll gögn og námskeiðsskírteini s.s. 30 tonna og/eða 12 metra réttindin og staðfestingu á þekkingu/færni sem að gagni gæti komið við raunfærnimatið sem og staðfest yfirlit um einingar sem hugsanlega hafa verið teknar í framhaldsskóla.
 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í raunfærnimatinu þurfa að staðfesta áhuga sinn með því að senda póst með nafni, síma, kennitölu og stéttarfélagi á netfangið bjornhafberg@hotmail.com fyrir 15. maí. Nánari upplýsingar gefur Björn Hafberg, náms og starfsráðgjafi í síma  899-0883.
 

Vinnufundir þar sem raunfærnimatsferlið verður kynnt nánar, unnið í færnimöppu, gátlistum og öðrum undirbúningi verður á eftirfarandi stöðum sem hér segir:
 

Hólmavík                             Þróunarsetrið föstudaginn 23. maí kl. 17-21.

Patreksfirði                        Þekkingarsetrið Skor laugardaginn 24. maí kl. 13-17.

Ísafjörður                           Fræðslumiðstöð Vestfjarða  sunnudaginn 25. maí kl. 13-17.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón