Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Reglur Tálknafjarðarhrepps um sérstakan húsnæðisstuðning er komin á vefinn undir skrár og skjöl.. Þar er einnig umsóknaeyðublað vegna húsnæðisstuðning vegna 15 – 17 ára barna. Í 8.grein reglnanna kemur fram hverjir eiga rétt á þeim og er greinin hér fyrir neðan.
Aðrir sem telja sig eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi samkvæmt þessum reglum hafi samband við félagsmálastjóra í síma 450-2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is og sæki um.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning (.pdf)
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna (.pdf)
8. gr.
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna.
Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða leiguherbergi í íbúðarhúsnæði hjá óskyldum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 20.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr á mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir