Reynsla Troms fylkis í Noregi af laxeldi - fundur á Tálknafirði
Fimmtudaginn 8. ágúst verður haldinn fundur í Dunhaga á Tálknafirði um áhrif laxeldis á Vestfirði. Það er Matís og Vestfjarðastofa sem boða til fundarins, sem hefst kl. 20:00, en fyrirlesari verður Gunnar Davíðssonar sem er ráðgjafi hjá Troms fylki í norður Noregi.
Norðmenn framleiða um 1.3 milljónir tonn í sjókvíaeldi sem skilar um 840 milljörðum (ISK) króna á ári og skapar um 33 þúsund ársverk. Eitt ársverk í Noregi skapar um 14 milljón kr. í þjóðarauð að meðaltali (fyrir utan olíuvinnslu), en fiskeldi skilar hins vegar um 63 miljónum kr. og fiskveiðar skila 21 miljónum kr og fiskvinnsla um 15,1 milljónum.
Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein í Troms fylki, sem er um 26 þúsund km2 með um 7.200 km strandlengju og íbúafjöldi er 167 þúsund, en þeir framleiða um 190 þúsund tonn á ári. Um 10 seiðaeldisstöðvar eru starfræktar í Troms, 16 mateldisfyrirtæki með níu sláturhús; fyrirtæki sem keyptu vörur og þjónustu í fylkinu fyrir um 35 milljarða kr á ári. Störf í fiskeldi í fylkinu dreifast mjög vel um hin ýmsu sveitarfélög, sem eru 24 í dag. Um 70% þjónustu og verslun aðfanga eru frá fyrirtækjum í Troms og nágrannafylkinu Nordland. Eldið og þjónustan í kringum atvinnugreinina kallar á bæði verkmenntun og sérfræðiþekkingu, laðar að ungt fólk enda launin með því besta sem þekkist í norskri atvinnustarfsemi.
Til að byggja upp svo öfluga atvinnugrein eins og eldið er í Troms hefur þurft að byggja upp öflugar samgöngur, enda byggir framleiðslan á ferskum laxi sem liggur á að koma á markaði í Evrópu, Ameríku og Asíu. Fiskeldi hefur aukið aðsókn í verkmenntun og háskólanám tengt greininni og jafnframt haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í fylkinu.
Á fundinum í Dunhaga verður farið yfir áhrif fiskeldis á efnahag og íbúaþróun í Troms og velt upp hvaða áhrif eldi á Vestfjörðum getur haft í fjórðungnum. Getum við dregið lærdóm af sögu laxeldis í Troms fylki til að meta áhrif þess á mannlíf og efnahag Vestfjarða í framtíðinni?
Fundargestum verður boðið upp á hressingu meðan á fundi stendur.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir