Seinkun verður á heimkomu Ferjunnar Baldurs.
Vegna óviðráðanlegra ástæða verður seinkun á heimkomu Ferjunnar Baldurs. Áætlað er að farið verði í fyrstu ferð miðvikudaginn 10. Október.
Eins og áætlað var er siglt í Flatey þrjá daga í viku á Særúnu. Bent er á að samkvæmt heimild frá Vegagerðinni má ein ferðin framlengjast yfir á Brjánslæk í viku hverri ef séstakar ástæður væru fyrir hendi s.s. vegna skólahópa eða annarra hliðstæðra atvika. Ef svo þarf að vera á að hafa samband við afgreiðslu Sæferða með fyrirvara þannig að hægt væri að kynna þannig áætlunnarbreytingu.
Þess utan er áætlun Særúnar sem hér segir:
Föstudaginn 5. Október
Sunnudaginn 7. Október
Þriðjudaginn 9. Október
Farið verður frá Stykkishólmi klukkan 15:00. Áætlaður siglingatími til Flateyjar 1 klst 20 mín.
Frá Flatey klukkan 18:00 **
(**Ef fyrir liggur að engir farþegar eru fram og til baka í Flatey samdægurs er brottför frá Flatey klukkan strax til baka frá Flatey)
Ef farið er til Brjánslækjar er reiknað með brottför frá Brjánslæk kl 17:30 og frá Flatey kl 18:30
Útgerðin vonast til þess að þessar breytingar valdi sem minnstum óþægindum fyrir viðskiptavini em endilega hafið samband við skrifstofu ef þið hafið einhverjar spurningar: seatours@seatours.is eða í síma 433-2254
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir