A A A

Sigríður Inga áfram dýralæknir

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir verður áfram með dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir verður áfram með dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum.

Gengið hefur verið frá samningi við Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur, dýralæknir á Ísafirði, um áframhaldandi þjónustu við dýraeigendur á Vestfjörðum. Að sögn Sigríðar Ingu felast þónokkrar breytingar í samningnum fyrir dýralæknana sjálfa. „Nú erum við verktakar en ekki lengur opinberir starfsmenn og það er heilmikil breyting fyrir okkur. Dýraeigendur eiga þó lítið eftir að finna fyrir þessum breytingum,“ segir hún. Þjónustusvæði dýralækna á Vestfjörðum verða tvö með nýja kerfinu. Annað svæðið kallast þjónustusvæði 2 og nær um Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp, en hitt kallast þjónustu svæði 3 og nær um Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhrepp og mun Sigríður Inga þjónusta það svæði.

Héraðsdýralæknar munu hér eftir eingöngu sinna eftirliti og mega ekki sinna almennri dýralæknaþjónustu. Matvælastofnun auglýsti því eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Með nýja kerfinu minnkar þjónustusvæði Sigríðar Ingu. „Svæðið mitt minnkar aðeins. En allir þeir sem hafa leitað til mín hingað til mega gera það áfram, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Þeir bændur sem ég hef verið að þjónusta hafa ennþá beinan aðgang að mér líkt og þeir hafa gert. Það er hins vegar þannig að það er ekki hlaupið að því að komast til þeirra sem eru hvað lengst í burtu, enda eru fjallavegir mikið lokaðir yfir vetrartímann og þá er oft betra að senda menn suður. En ég hef gefið ráðgjöf í gegnum síma eins og hægt er og mun halda því áfram,“ segir Sigríður.

Flora-Josephine Hagen Liste dýralæknir hefur verið ráðin héraðsdýralæknir í Vestur-umdæmi, sem nær yfir Vestfirði og svæðið allt suður í Hvalfjarðarbotn samkvæmt nýrri umdæmaskipan sem tekur gildi 1. nóvember.

     frétt tekin af: bb.is

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón