Silfurvottun til Vestfjarða
Vestfirðir hafa hlotið umhverfisvottun EarthCheck fyrir árin 2018-2019, um er að ræða svokallaða silfurvottun.
Það var árið 2012 sem sveitarfélögin á Vestfjörðum tóku ákvörðun um að gerast aðilar að umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck en það eru einu umhverfisvottunarsamtök í heimi sem votta samfélög. Með þessu skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu. Þetta kemur fram á splunkunýrri vefsíðu Vestfjarðarstofu sem nú stýrir verkefninu.
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/umhverfisvottun-vestfjarda
Þar kemur sömuleiðis fram að sveitarfélögin hafi tekið þá ákvörðun að vera í fararbroddi í umhverfismálum og vera stóriðjulaus landshluti. Hluti af því ferli var að sækjast eftir umhverfisvottun og var því markmiði náð árið 2016 þegar landshlutinn fékk silfurvottun EarthCheck.
Til hamingju Vestfirðir
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir