Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi, laugardaginn 30. júní
Vesturbyggð, Umhverfisstofnun og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi laugardaginn 30. júní frá kl. 10:00 – 16:00. Hreinsunin fer fram á vesturhluta Rauðasands. Þetta er fjórði áfangi í hreinsun strandlengjunnar en stefnt er á að gera það árlega og klára alla ströndina. Boðið verður upp á samlokur, drykki og óvissuferð.
Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá landverði í síma 822-4081 eða senda póst á netfangið eddak@ust.is fyrir föstudaginn 29. júní. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á bílastæðinu við Saurbæjarkirkju kl. 10:40.
Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/1023404834494039/
Vonumst til að sjá sem flesta.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir