A A A

Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi, laugardaginn 4. Júlí!

Vesturbyggð, Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Vestfjarða og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi í Vesturbyggð laugardaginn 4. júlí frá kl. 10:00 – 15:00. Hreinsunin fer fram á austurhluta Rauðsands við bæinn Melanes,  Þetta er fyrsti áfangi í hreinsun strandlengjunnar á Rauðasandi sem verður framhaldið á næsta ári. Boðið verður upp á samlokur og drykki að verki loknu.
 

Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í síma 822-4019 eða senda póst á netfangið hakon@ust.is fyrir föstudaginn 3. Júlí. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á Melanesi kl. 10:40.

 

Vonumst til að sjá sem flesta

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón