A A A

Skipulagsauglýsing

Aðalskipulag

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Norður Botn

 

Breytingin varðar landnotkun svæða í landi Norður-Botns þ.e. iðnaðarsvæði I3 og I11, efnistökusvæði E3 og E6 ásamt þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegur. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka framleiðslugetu fiskeldisstöðvarinnar í Norður-Botni og skýra hvar framleiðsla skuli staðsett. Samhliða breytingu aðalskipulagsins er unnin tillaga að breytingu deiliskipulags seiðaeldisstöðvar í landi Norður-Botns.
 

Breyting á deiliskipulag fyrir Norðurbotn
 

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Norður Botn.

 

Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs út fyrir stórstraumsfjöru. Byggingarmagn á byggingarreit I, Norður-Botn fer úr 8.000 m² í 40.000 m², hámarks ársframleiðsla fer úr 200 tonnum í 2200 tonn. Byggingarmagn á byggingarreit II, Keldeyri fer úr 8.000 m² í 5.000 m², ársframleiðsla er óbreytt 200 tonn.
 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með fimmtudeginum 16. september til 28. október 2022. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 28. október 2022.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson


Fylgigögn:

Tillaga að Aðalskipulagsbreytingu Norður-Botn – greinargerð
20247-001 Askbr Norður-Botn grg (ID 194819) (.pdf)

Breyting á iðnaðarsvæðum í Norður-Botni – uppdráttur
SA26H-Nordur Botn (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – greinargerð
16176-002 Dskbr Norður-Botn grg (ID 233511) (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – skipulagsuppdráttur 1
16176-002 Dskbr Norður-Botn uppdr-1 (ID 182127) (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – skipulagsuppdráttur 2
16176-002 Dskbr Norður-Botn uppdr-2 (ID 182126) (.pdf)



« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón