Skipulagsmál í Tálknafirði
Áður auglýst breyting á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018„afmörkun vatnsverndar, jarðborun og reiðleiðir í Tálknafirði “ sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar þann 12. september sl. er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Hér með er auglýst eftir athugasemdum við aðalskipulagsbreytinguna og umhverfisskýrslu sem fylgir skipulagstillögunni skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7 gr. laga nr.105/2006. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla liggja frammi á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Miðtúni 1, 460 Tálknafirði og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, 101 Reykjavík frá 4. desember 2012 til 16. janúar 2013. Ennfremur er gögnin aðgengileg hér:
Aðalskipulagsbreyting greinagerð og umhverfisskýrsla - (pdf - 823,71 KB)
Aðalskipulagsbreyting uppdráttur - (pdf - 3,47 MB)
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. janúar 2013. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Miðtúni 1. 450 Tálknafirði eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt “Aðalskipulag Tálknafjarðar”. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Tálknafjörður 17. nóvember 2012
Ármann Halldórsson Byggingarfulltrúi
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir