Skipulagsstofnun staðfestir vegstæðið þrátt fyrir allt
Skipulagsstofnun staðfesti í fyrradag fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi varðandi nýtt vegstæði Vestfjarðavegar nr. 60 úr Vattarfirði vestur í Kjálkafjörð vestast í Reykhólahreppi, þrátt fyrir að hafa fyrir mánuði gefið mjög neikvæða umsögn um þá framkvæmd. Umsögn þessi hlaut sérlega slæmar viðtökur hjá sveitarstjórnum á sunnanverðum Vestfjörðum og fleirum. Um er að ræða að aflagður verði 24 km langur varasamur malarvegur en í staðinn komi 16 km malbiksvegur og 8 km stytting með fyllingum og brúm yfir Kjálkafjörð og Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði.
Bréf Skipulagsstofnunar um þessa staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps verður lagt fram á fundi skipulagsnefndar Reykhólahrepps eftir helgi.
Frétt tekin af reykholar.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir