Skógarganga á Gileyri í Tálknafirði
Fyrsta skógarganga vorið 2013 var gengin 18. apríl á Gileyri í Tálknafirði.
19 gestir mættu til Torfa E. Andréssonar til að fræðast um það sem hann hefur verið að sýsla í skógrækt á jörð sinni undanfarin ár en þar gróðursetti hann tæplega 55 þúsund plöntur af 30 tegundum árin 2002-2008. Fullplantað er í svæðið sem er alls rúmir 24 hektarar. Vöxtur er með miklum ágætum víðast og göngumenn fundu víða greni sem komið var á þriðja meter og aspir 4-5 m. Vel lánuð framkvæmd á Gileyri og sýnir ágæt skógræktarskilyrði í Tálknafirði.
Að lokinni léttri göngu hresstu gestir sig á ketilkaffi og kleinudjöfla heima við bæ.
Skjólskógar og Félag skógarbænda á Vestfjörðum færa Torfa hinar bestu þakkir fyrir heimboðið.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir