A A A

Skólasetning og fyrstu dagar skólaársins

Leikskólastarf Tálknafjarðarskóla hófst mánudaginn 19. ágúst og skólasetning grunnskólahluta fór fram í húsnæði skólans þriðjudaginn 20. ágúst. Vel var mætt af bæði nemendum og foreldrum. Í ár eru 9 nemendur í leikskólanum og 38 nemendur í grunnskólanum eða samtals 47 nemendur. Allir nemendur og starfsfólk skólans fengu vinaarmband að gjöf frá skólastjóra sem tákn um nýja og spennandi tíma framundan sem einkennast af vinsemd og samvinnu.
 

Starfsfólk skólans telur 14 manns og eru eftirfarandi:
Ágústa Ósk Aronsdóttir – umsjónarkennari unglingastigs * nýr leiðbeinandi við skólann
Birgitta Guðmundsdóttir – umsjónarkennari yngsta stigs * nýr leiðbeinandi við skólann
Birna Friðbjört S. Hannesdóttir – skólastjóri og umsjónarkennari unglingastigs
Guðlaug A. Björgvinsdóttir – stuðningsfulltrúi og stundakennari
Jenný Lára Magnadóttir – matráður
Karol Damian Swidzinski – ræstitæknir
Kristín Brynja Gunnarsdóttir – Íþróttakennari
Lára Eyjólfsdóttir – umsjónarmaður sérkennslu, stuðningsfulltrúi og stundakennari
Marion Worthmann – tónlistarkennari
Rúna Sif Rafnsdóttir – umsjónarmaður lengdrar viðveru
Sandra Lind Bjarnadóttir – leiðbeinandi í leikskóla
Solveig Björk Bjarnadóttir – umsjónarkennari miðstigs
Sveinn Jóhann Þórðarson – stundakennari * nýr leiðbeinandi við skólann
Svanhildur Rós Guðmundsdóttir – leikskólakennari og stundakennari
 

Skóladagatal skólans er komið á heimasíðu skólans og má finna hér. Í ár er eitt sameinað skóladagatal fyrir allan skólann og lagt var upp með að það yrði vel upplýsandi.
 

Skólinn mun bjóða upp á lengda viðveru eftir skóla fyrir nemendur í 1. -4. bekk frá því þau ljúka skóladegi til klukkan 16.00. Rúna Sif Rafnsdóttir mun hafa umsjón með lengdri viðveru. Íþróttaskóli hefst síðan 2. september.
 

Nokkrar nýjungar eru í skólanum t.a.m. er boðið uppá jóga með Láru í byrjun skóladags þar sem allir nemendur koma saman og taka stuttar jógaæfingar til að undirbúa sig fyrir skóladaginn. Virkilega skemmtileg og hressandi nýjung. Lögð verður sérstök áhersla á samþættingu námsgreina og unnið með heildstæð verkefni þvert á námsgreinar. Slík áhersla tengist markmiðum aðalnámskrár grunnskóla um “að gera námið merkingarbærara fyrir nemendur, skýra fyrir þeim samhengi fræðigreina og nauðsyn þess að hafa innsýn í heim þeirra”. Einnig hefur verið tekið upp 60 mínútna kennslustundir í stað 40 mínútna.
 

Með bestu kveðjum

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir

Skólastjóri

 

Skóladagatal: http://talknafjardarskoli.is/?page_id=63

Leikskólareglur: http://talknafjardarskoli.is/?page_id=1576



« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón