A A A

Skólaþing

Fimmtudaginn 1. október nk. verður halið í Félagsheimili Patreksfjarðar málþing grunnskólanna á Vestfjörðum. ber það yfirskriftina " Hvernig komum við skólunum á Vestfjörðum í fremstu röð?

Eru fjórir fyrirlesarar með framsögu ásamt annarri dagskrá.
 

Fyrirlesararnir eru:

Gylfi Jón Gylfasson - Sálfræðingur og fyrverandi fræðslustjóri í Reykjanesbæ. Hann hefur unnið að því síðustu árin að koma Reykjanesbæ á kortið sem skólabæ.

Hulda Karen Daníelsdóttir - Verkefnisstjóri - Hún hefur fjallað og kannað mikilvægi móðurmáls nemanda sem eru tvítyngdir.

Ingvar Sigurgeirsson - Kennslufræðingur og kennir við Kennardeild Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað ýmsar bækur og má þar t.d nefna "Litróf Kennsluaðferðanna" (1999)

Bryndís Guðmundsdótti -Talmeinafræðingur- hún hefur unnið efnið Lærum og leikum með hljóðin; undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal.

 

Dagskráin er sem hér segir:

13:00 Friðbjörg Matthíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga setur Skólaþing.

13:10 Gylfi Jón Gylfason - Fram og aftur hvítbókina - hvernig ná skal markmiðum hennar- Reynslan úr Reykjanesbæ.

13:30 Hulda Karen Daníelsdóttir - Vá heve mikoð er til! Hagnýtt verkfæri til móttöku og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.

13.50 Ingvar Sigurgeirsson - Hvernig komum við skólunum okkar í fremstu röð?

14.10 Bryndís Guðmundsdóttir - Ávinningur samfélags: Miklvægar áherslur í málþroska og læsi á líflínunni.

14.30 Umræður

15.00 Kaffihlé

15:15 Grunnskóli Vesturbyggðar - Þróunarstarf og læsi

15.25 Grunnskóli Bolungarvíkur - Erlent samstarf

15.35 Grunnskólinn í Hólmavík - Grænfáninn og umhverfisfræðsla

15:45 Grunnskólinn á Ísafirði - Jafningjaverkefni.

15:55 Kaffihlé

16.10 Pallborðsumræður - Ásthildur Sturludóttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Andrea Kristín Jónsdóttir Sveitarstjóri Strandabyggðar, Elías Jónatansson Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar og Gísli Halldór Halldórsson Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

17.00 Þinglok

 

Skólaþing er öllum opið.

Dagskrá skólaþings (.pdf) 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón