Skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneyta
Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2010 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu missera. Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa haft eftirlit með framkvæmd hans. Kynjakvótinn, sem kveðið er á um í 15 grein laga nr. 10/2008, gerir ráð fyrir að hlutur hvors kyns um sig skuli ekki vera minni en 40% nema hlutlægar ástæður heimili annað.
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru:
• Hlutfall kynjanna í öllum nefndum árið 2010 var 40% konur 60% karlar.
• Hlutfall kynjanna í nýjum nefndum sem skipaðarvoru á starfsárinu 2010 var 43% konur 57% karlar.
• Þegar kynjakvótinn var leiddur í lög 2008 voru 43% nefnda í samræmi við kynjakvótann.
• Árið 2010 voru 50% starfandi nefnda skipaðar í samræmi við 15. greinina.
• Árið 2010 voru skipaðar 164 nefndir. Af þeim voru 109 eða 66% í samræmi við 15. greinina.
• Ráðuneytum gengur misvel að skipa í samræmi við 15. greinina. Hlutfallið er allt frá 100% niður í 38%.
Ljóst er að áfram þarf að vinna markvisst að því að skipa konur og karla til jafns í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Jafnréttisstofa hefur unnið í samstarfi við ráðuneytisstjóra og jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna að því að finna leiðir til jafna hlutfallið frekar en farið er yfir það í skýrslunni.
Hér má lesa skýrsluna í heild
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir