A A A

Smáskipanám

Hefst 6. febrúar 2016.

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans og lýkur hverjum námsþætti þess með bóklegu prófi.

Kennarar: Magnús Jónsson.
Tími: Hefst laugardaginn 6. febrúar. Nánari tímasetning auglýst síðar.
Lengd: 115 kennslustundir (hver kennslustund 40 mín).
Staður: Bíldudalur.
Verð: 139.900 kr. Sjókort, allar námsbækur og próf innifalin í verði.
Námsmat: Nemendur þurfa að lágmarki 5 í einkunn í stöðugleika og siglingafræði og að lágmarki 6 í siglingareglum til þess að ljúka náminu.

Skráning á námskeiðið hjá: frmst.is

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón