A A A

Sorphirða í Tálknafjarðarhreppi

Um mitt sumar bauð Tálknafjarðarhreppur út sorphirðu í sveitarfélaginu, bæði fyrir heimili, stofnanir og móttökusvæði. Unnið var út frá frumgreinavinnu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Tálknafjarðarhrepp og útboðsgögn í framhaldi af þeirri vinnu unnin af Tækniþjónustu Vestfjarða, vinna þessi var unnin í samstarfi við Vesturbyggð sem stendur að útboði með Tálknafjarðarhreppi.
 

Leitast var eftir því af  fremsta megni að Tálknafjarðarhreppur myndi komast í röð þeirra sveitarfélaga sem hvað best myndu uppfylla megin hugsun, sem býr í nýjum lögum varðandi sorp og nefnt er hringrásarhagkerfi.
 

Terra ehf (áður Gámaþjónustan) hefur um árabil þjónustað sveitarfélagið í þessum málum en nú var Kubbur hlutskarpast og tekur því við. Formleg skipti fara fram núna um mánaðarmótin ágúst – september.
 

Nýr verktaki mun fá tíma til að komast af stað með þjónustu og verkferla og Tálknafjarðarhreppur í samvinnu við nýjan verktaka koma af stað kynningarferli sem miðast að því að upplýsa íbúa um fyrirkomulag og tímasetninga á þeim breytingum sem koma skulu.
 

Stefnt er að því að næsta mánuðinn verði unnið að útfærslu á hirðu og söfnunarsvæðum og að innan þriggja mánaða verði farið af stað skv. nýju kerfi, þar sem endurnýting, endurnotkun og lífrænt efni verður miðdepill þeirrar vinnu í sorphirðu sem fram undan er.  Fyrst um sinn munu íbúar ekki verða varir við neinar breytingar og mun sorpið verða sótt með óbreyttum hætti.

Breytingar á þjónustu og tíðni sorphirðu verða kynntar síðar.
 

Að lokum er Terra ehf. færðar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Kubb er boðið velkomið til starfa og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi með von um gott samstarf í framtíðinni.
 

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón