Stærsta hús á Vestfjörðum að rísa í fjarðarbotni Tálknafjarðarhrepps
Ágætur gangur er í framkvæmdum við byggingu nýrrar seiðaeldisstöðvar Arctic Fish fyrir botni Tálknafjarðar. Alls vinna 14 iðnaðarmenn við að reisa byggingarnar, það er þrjá 3.700 fermetra skála sem hver og einn hýsir átta 350 rúmmetra ker.
Ein bygginganna þriggja er þegar tilbúin og starfsemi þar hafin, burðarvirki annarrar er komið og sökklar að þeirri þriðju. Að lokum verður reistur tengigangur milli þessara þriggja húsa sem samanlagt verða um rösklega 11.000 fermetrar og þar með stærsta bygging á Vestfjörðum, að talið er.
Í dag fara um 500 þúsund eldisfiskar á ári frá Tálknafjarðarstöð Arctic Fish, en eldi frá hrognum í 300 gramma stærð er eins árs ferli.
Hér má skoða greinina úr Morgunblaðinu. (.pdf)
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir