Starfsmaður í félagsmiðstöðinni Tunglinu
Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Tunglið á Tálknafirði.
Starfið felst í að aðstoða við skipulag á innra starfi Tunglsins. Einnig sér starfsmaður um þrif á félagsmiðstöðinni. Félagsmiðstöðin er opin tvö kvöld í viku í tvo tíma í senn og er starfið ætlað fyrir unglinga úr 7.-10. bekk.
Félagsmiðstöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum starfa náið saman og sameiginlegir viðburðir eru haldnir einu sinni í mánuði.
Hæfniskröfur
-
Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
-
Reynsla í vinnu með unglingum æskileg
-
Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi og jákvætt viðmót skilyrði
-
Áhuga fyrir að efla unglingastarf á svæðinu æskilegur
Laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til að hafa öllum umsóknum.
Frekari upplýsingar veitir Hafdís Helga Bjarnadóttir, tómstundafulltrúi.
Umsóknarfrestur er gefinn til og með föstudagsins 22. desember 2023 og umsóknareyðublað er að finna á talknafjordur.is.
Umsóknir skulu berast á netfangið it@vesturbyggd.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir