A A A

Stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019

 Nú er komið að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og standa að hámarki í þrjá tíma. Kaffi verður á boðstólum í hléi. Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:

 

12. jan (mánudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Patreksfirði

13. jan (þriðjudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík

14. jan (miðvikudagur), kl. 15:00 – Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði

 

Í nýrri Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 á að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menningarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Á fundunum verður fjallað um stöðu Vestfjarða í þessum málaflokkum í stuttum kynningum og síðan unnið í hópum við hringborð. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur umsjón með vinnunni og nýtur aðstoðar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Allir sem áhuga hafa á byggðamálum og framtíð Vestfjarða eru hvattir til að mæta á fundina og taka þátt í vinnunni.

 

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjórðungssambandsins, www.vestfirdir.is einnig veitir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri .


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón