A A A

Stígamót, þjónusta við íbúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Það er með ánægju sem við tilkynnum að Stígamót, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samkomulag um þjónustu Stígamóta við íbúa byggðarlaganna.  Samkomulagið er gert til reynslu í þrjá mánuði til að kanna hvort þörf er á þessari þjónustu. Ráðgjafinn sem kemur heitir Þórunn Þórarinsdóttir, hún hefur unnið í mörg ár á Stígamótum og bæði sinnt einstaklingsviðtölum og verið með sjálfshjálparhópa.

Þórunn byrjar mánudaginn 26. janúar og verður hálfsmánaðarlega fram til 1. maí en þá verður samningurinn endurskoðaður. Þjónustan er ókeypis og ef þátttaka verður mikil, kemur vel til greina að starfrækja sjálfshjálparhóp líka.
Tímabókanir eru í síma 562-6868 eða á thorunn@stigamot.is   

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón