A A A

Stofnfundur POWERtalk deildarinnar Kletts

Stofnfundur POWERtalk deildarinnar Kletts á sunnanverðum Vestfjörðum verður haldinn á Stúkuhúsinu á Patreksfirði

þriðjudaginn 14. apríl klukkan 11:00

 

Markmið samtakanna er að stuðla að markvissri og einstaklingsmiðaðri þjálfun í tjáningu. Powertalk virkjar fólk til þátttöku í umræðum, eflir leiðtogahæfileika, eykur færni við kynningar og fundastjórnun og veitir þjálfun í áætlanagerð og skipulagningu fyrir viðburðastjórnun. Þátttaka í Powertalk felur í sér leiðsögn og uppbyggjandi fræðslu til að ná settum markmiðum og auknum persónulegum þroska. Reynslan af Powertalk nýtist til aukinnar færni og öryggis í leik og starfi.

 

Við hvetjum alla til að koma og kynna sér starfsemi samtakanna.

 

Stjórn Powertalk deildarinnar Kletts

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón