Strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum, forsendu- og samráðsskýrslur komnar út
Á vefsíðu Skipulagsstofnunnar kemur fram að gefnar hafa verið út forsendu- og samráðsskýrslur vegna vinnu við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum. Þar er gert grein fyrir fjölbreyttri starfsemi og auðlindanýtingu fer fram á skipulagssvæðinu auk nýtingar til útivistar af ýmsum toga. Þá er fjallað um mikilvæg fuglasvæði og fjöldi selalátra, ásamt svæðum sem vernduð eru vegna gróðurfars, landslags, dýralífs og náttúruminja.
Á grundvelli þessara forsendu- og samráðsskýrslna verða á næstu vikum og mánuðum mótaðar tillögur að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum í samræmi við lýsingu verkefnisins. Sú vinna felst meðal annars í gerð mismunandi sviðsmynda um framtíð svæðisins, ásamt mati á áhrifum þeirra, sem nýttar verða við mótun tillagna. Við gerð tillögu að strandsvæðisskipulagi Vestfirði munu svæðisráð og Skipulagsstofnun hafa samráð við ráðgefandi aðila og samráðshópa sem eru svæðisráðum til ráðgjafar og samráðs í samræmi við lög um skipulag haf- og strandsvæða.
Það er mjög mikilvægt að þekking þeirra sem best þekkja svæðið sé nýtt í strandsvæðisskipulaginu. Þess vegna er fólk hvatt til að kynna sér innihaldið í skýrslunum og koma athugasemdum sínum á framfæri þegar tækifæri gefst. Hægt er að nálgast skýrslurnar á þessari heimasíðu:
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir