Styrking Tálknafjarðarlínu í vændum
Bilanatíðni Tálknafjarðarlínu hefur verið ábótavant að mati Landsnets og mun fyrirtækið því verja nokkur hundruð milljónum í styrkingu á línunni í sumar. „Það verkefni er á fjárhagsáætlun hjá okkur og teljum við brýnt að bæta afhendingaröryggi raforku á sunnanverðum Vestfjörðum. Gert var ástandsmat á línunni síðastliðið sumar og ráðist í ákveðnar lagfæringar þá strax, en frekari lagfæringar kröfðust meiri undirbúnings,“ segir Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets.
Landsnet annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins í landinu.
Frétt tekin af bb.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir