Styrkir til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD greiningu
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sóttu um styrk vegna verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD greiningu. Verkefnastjórn sem skipuð var af velferðarráðuneyti fjallaði um og tók afstöðu til 122 umsókna þar sem samtals var sótt um 308 milljónir króna. Á þessu ári verður 90 milljónum úthlutað til verkefna sem verkefnastjórnin lagði áherslu á að muni nýtast börnum og fjölskyldum þeirra sem best og jafnframt að stuðlað væri að samvinnu milli þeirra aðila sem að málaflokkunum koma.
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sóttu um verkefni sem stuðlar að samvinnu milli grunnskóla Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhepps og Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu. Sveitarfélögunum stendur samtals til boða styrkur að upphæð 1.720.000 og er frestur gefinn til 6. janúar til þess að þiggja styrkinn.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir