Sumarstörf
Starfskraftar óskast
Laus eru störf sundlaugarvarða í Íþróttahúsi Tálknafjarðar, ásamt starfi starfsmanns á tjaldsvæði.
Um er að ræða starfshlutföll sem eru 100% og felst það í afgreiðslu, gæslu og vörslu með íþróttasal, sundlaug, klefagæslu og þrif annars vegar og hins vegar þrifum og innheimtu á tjaldsvæði.
Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þá er skylt að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4.mgr. 10.gr. æskulýðslaga nr.70/2007, benda má á að eyðublöð til útfyllingar þar að lútandi má finna inn á heimasíðu Tálknafjarðar.
Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið skyndihjálparprófi frá viðurkenndum aðila, slíkt próf má ekki vera eldra en tveggja ára, einnig er æskilegt að viðkomandi tali auk íslensku amk. eitt tungumál að auki.
Unnið er á dag, kvöld- og helgarvöktum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOV-VEST og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.
Áhugasamir hafi samband við:
Pálínu Kristínu í síma 6909939
netfang sundlaug@talknafjordur.is
eða Eyrúnu I. Sigþórsdóttur oddvita í síma 456-2539
netfang oddviti@talknafjordur.is
Umsóknarfrestur er til 10. maí 2012.
Pálína Kr. Hermanns.
Umsjónarmaður Íþróttarhúss og tjaldsvæðis.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir