A A A

Sumarstörf

Starfskraftur óskast til þess að hafa yfirumsjón  og  verkstjórn með vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps sumarið 2012  er stendur frá  5.júní til og með 19.júlí.

Menntunar- og hæfniskröfur :

  • Reynsla og menntun/þekking á skipu- og verklagi við umhirðu grænna svæða.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Ökuréttindi
  • Reyklaus
  • Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 25 ára

Starfsfólk óskast  til þess að sinna umhirðu grænna svæða og minniháttar viðhaldsverkum  s.s. málningarvinnu.  Laus eru til umsóknar  fjögur  100 % stöðugildi,  vinnutími frá kl. 8 – 12  og 13 – 17.
 


 

Vinnuskóli  Tálknafjarðarhrepps hefst þriðjudaginn 5.júní og stendur til fimmtudagsins 19.júlí.  Helstu verkefni skólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins.  Þeir sem geta sótt um í vinnuskólanum eru börn fædd á árunum 1996 – 1998.    Reglur og skilmálar eru aðgengileg á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps sem og umsóknareyðublöð starfsumsókn og sérstök umsókn um vinnuskóla.  
 

Nánari upplýsingar m.a. um launakjör veitir oddviti á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, í síma 456-2539 og netfang  oddviti@talknafjordur.is

Umsóknareyðublöð starfsumsókn og umsókn um vinnuskóla eru aðgengileg á skrifstofu og neðst á heimasíðu sveitarfélagsins  talknafjordur.is

Umsóknum skal skila á skrifstofu fyrir 10.maí n.k.

Oddviti      

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón