A A A

Sumarstörf hjá Westfjords Adventures á Patreksfirði

Ferðaskrifstofan Westfjords Adventures óskar eftir starfsfólki í sumar. Um er að ræða bílstjóra, leiðsögufólk og starfsfólk í ferðamannamiðstöð Westfjords Adventures.

 

 

Leiðsögufólk – Bílstjórar

Störfin fela í sér að fara í skipulagðar ferðir með hópa um sunnanverða Vestfirði og víðar. Um er að ræða rútuferðir, gönguferðir, hjólaferðir, jeppaferðir o.fl.

Fullt starf eða hlutastarf kemur til greina.

Hæfniskröfur

  • Góð íslensku- og enskukunnátta og kunnátta í þriðja tungumálinu æskileg
  • Stundvísi og dugnaður er áskilinn
  • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Ökuréttindi B/far og D1 skilyrði (bílstjórar) eða æskileg (leiðsögumenn)

 

Viðkomandi þarf að geta byrjað í lok maí og unnið út ágúst.  Vinna hluta úr sumri kemur einnig til greina.

 

 

Starfsfólk í ferðamannamiðstöð Westfjords Adventures (Tourist Center)

Sala á ferðum, upplýsingamiðlun og aðstoð við ferðamenn.

Fullt starf eða hlutastarf kemur til greina.

Hæfniskröfur

  • Góð íslensku- og enskukunnátta og kunnátta í þriðja tungumálinu er æskileg
  • Stundvísi og dugnaður er áskilinn
  • Þekking á sunnanverðum Vestfjörðum er mikilvæg

 

Viðkomandi þarf að geta byrjað í lok maí og unnið út ágúst. Önnur tilhögun kemur einnig til greina

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 15.04.13

Áhugasamir vinsamlegast sendið ferilskrá á neðangreind netföng

Gunnþórunn Bender s.690-8025 gunnthorunn@westfjordsadventures.com

Leiknir Kristjánsson s. 898-5678  leiknir@westfjordsadventures.com

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón