Sundlaugarsvæðið lokað í upphafi vikunnar
Vegna viðhaldsframkvæmda þarf að loka sundlaug Tálknafjarðar nú í upphafi vikunnar, en þurrkurinn sem er framundan verður nýttur til að mála sundlaugarkerið sem og nokkurra annarra verka. Vegna þessa verður sundlaugarsvæðið lokað mánudaginn 12. júní 2023 og einhverja daga þar á eftir. Byrjað verður að hleypa vatni úr sundlauginni sunnudaginn 11. júní og því þarf að loka henni fyrr þann daginn.
Á mánudaginn verður lokað í alla þjónustu á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar, en stefnt að því að geta opnað lyftingarsalinn á þriðjudaginn. Það ætti að nást að opna sundlaugina aftur fyrir næstu helgi, en nánari fréttir af því koma þegar líður á vikuna.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir