Súpufundir
Fimmtudaginn 11. október hefjast súpufundirnir aftur í Sjóræningjahúsinu. Öllum þeim sem hafa frá einhverju áhugaverðu að segja er velkomið að halda erindi, því fjölbreyttari dagskrá því betra. Markmið fundanna er að segja frá öllu því jákvæða og merkilega sem á sér stað á þessu svæði, við einskorðum okkur samt sem áður ekki við það og grípum oft þá sem eiga ferð um svæðið og við teljum að eigi erindi á súpufund.
Ef þig langar að segja frá nýju fyrirtæki, áhugaverðu verkefni, merkilegri rannsókn, áhugamálinu þínu, uppáhalds bókinni þinni, eða benda okkur á einhvern sem þú veist að er væntanlegur í heimsókn á svæðið og þú telur að væri gaman að fá til að tala á súpufundi, er þér velkomið að hafa samband við Öldu í síma 845-5366, eða senda póst á netfangið alda@sjoraeningjahusid.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir