A A A

Surtarbrandsgil, opnun sýningar á Brjánslæk

Umhverfisstofnun í samstarfi við ábúendur á Brjánslæk hafa sett upp sýningu um jarðsögu náttúruvættisins Surtarbrandsgils í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk. Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en gilið er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi. Þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna. Á sýningunni eru steingervingar og surtarbrandur til sýnis.

Landverðir ætla að bjóða upp á leiðsögn um sýninguna laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. ágúst milli kl. 15:30 – 17:00. Einnig verður farið í gönguferðir í Surtarbrandsgil með landverði kl. 13:00 báða dagana. Gengið er frá miðasölu Baldurs og tekur gangan um 2 ½ klst. Aðgangur ókeypis.

 

Landverðir

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón