A A A

Sveitarstjórn og bæjarstjórn hittust

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og ráðgjöfum frá KPMG á Bíldudal síðasta þriðjudag.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og ráðgjöfum frá KPMG á Bíldudal síðasta þriðjudag.

Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 hittust bæjastjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps. Var þessi hittingur í framhaldi af ákvörðun þeirra beggja fyrr á árinu um að hefja óformlegar viðræður um stofnun nýs sveitarfélags á sunnanverðum Vestfjörðum. Farin var skoðunarferð um Bíldudal, Tálknafjörð og Patreksfjörð og tekið samtal um með hvaða hætti viðræður sveitarfélaganna verði skipulagðar. Á næstu vikum verður gengið frá samningi við KPMG vegna ráðgjafar við verkefnið, skipaðir verða fulltrúar í verkefnastjórn og óformlegar viðræður sveitarfélaganna munu halda áfram. Samráð við íbúa er hluti af þeirri vinnu sem fram undan er. Sveitarfélögin eiga margt sameiginlegt og góð samvinna hefur einkennt starfsemi þeirra undanfarin ár. Ljóst er að samgöngumál verða efst á lista yfir áherslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu í viðræðunum.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón