A A A

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust starf

  • Skrifstofa  

Helstu verkefni :

- Ábyrgð á að bókhald sveitarfélagsins og undirfyrirtækja sé rétt uppfært og afstemmt.

- Ábyrgð á gerð og útsendingu reikninga.

- Innheimta, eftirlit og tengiliður við Intrum. 

- Skjalastjórnun í One system.

- Annast ljósritun og útsendingu fundargagna fyrir hreppsnefnd og aðrar nefndir eftir atvikum.

- Almenn afgreiðsla.

Starfskröfur :

-  Ekki er gerð krafa um stúdentspróf en starfsmaður þarf að hafa lokið einhverju
skrifstofunámi/verslunarprófi eða hafa mjög mikla reynslu á starfssviðinu.

- Góð bókhaldsþekking er skilyrði.

- Góð tölvukunnátta er skilyrði, þekking á excel töflureikni, word ritvinnslu, Outlook tölvupóstforriti og góð þekking á internetinu. 

 

Viðkomandi þarf að vera lipur í samskiptum með þjónustulund, stundvís, reglusamur og snyrtimennska höfð í fyrirrúmi.  Þá þarf viðkomandi að hafa gott vald á íslensku tal- og ritamáli,  getu til þess að vinna sjálfstætt og hafa vilja til að sýna ábyrgð. 

 

Starfshlutfall er a.m.k. 50%, laun skv. kjarasamningi FosVest og launanefndar sveitarfélaga. 

 

Umsóknum skal skilað til oddvita á skrifstofu eða rafrænt á netfang oddviti@talknafjordur.is  Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á talknafjordur.is . 

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.     Umsóknarfrestur er til 19.desember 2012.

 

Allar nánari upplýsingar veitir oddviti á skrifstofu sveitarfélagsins og/eða í síma 456-2539, gsm 863-5676 / netfang oddviti@talknafjordur.is

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón