A A A

Tálknafjör 2014

    DAGSKRÁ TÁLKNAFJÖRS  25. – 27. JÚLÍ 2014

 

Föstudagurinn 25. júlí  

Kl. 17:00  Nýjung! UMFT verður með nýjan leik: Sextíu sekúndur í sigur (minute to win it)

Leikurinn verður á hátíðasvæðinu við Hrafnadalsveg nema ef veður verður óhagstætt þá verður leikurinn í íþróttahúsinu.

Kl. 21:00 Brenna og bollasúpa á Naustatanga (muna að taka með bolla) Steini trúbador skemmtir á Hópinu fram eftir nóttu – aðgangseyrir 1.000-

 

Laugardagurinn 26.júlí

Kl. 13:00-13:30 Dorgveiðikeppni á bryggjunni. Skráning á staðnum.

Mætið tímanlega. Verðlaunaafhending á grillinu um kvöldið. Verðlaun fyrir flesta fiska og þyngsta fiskinn.

 

Öll dagskrá Tálknafjörs fer fram á hátíðasvæðinu við Hrafnadalsveg.

(Í íþróttahúsinu ef við þurfum að grípa til plan B)

KL. 14:00-16:00 verður dagskrá á hátíðasvæðinu, markaður og fleira:

Lalli töframaður  kennir yngstu áhorfendunum töfrabrögð

Kassaklifur á vegum Björgunarsveitarinnar Tálkna

Söngvakeppni fyrir yngstu listamennina

Útimarkaður í tjaldinu

Ýmiskonar handverk, matur, og sælgæti og allskonar......

Kaffisala Kvenfélagsins Hörpu.

Hoppukastalar fyrir börnin.

Kl. 19:00-00:00 Götugrill á hátíðasvæðinu.

Allt á sama stað, grill og skemmtidagskrá á hátíðasvæðinu okkar við Hrafnadalsveg

 

Eftir grillið um kvöldið u.þ.b. kl. 20:00 stíga á svið:

Lalli töframaður skemmtir okkur eftir matinn.   

Lifandi tónlist, hljómsveitin Festival kemur okkur í meira stuð.

Um miðnætti treður Árni Grétar upp á Hópinu og er DJ langt fram á nótt FRÍTT

 

Aðgangseyrir á grill og skemmtidagskrá er kr. 1.500- fyrir 12 ára og eldri.

Armbönd verða seld í Landsbankanum og sundlauginni fyrir helgina og á útimarkaðnum á laugardag.

Armband er ávísun á mat!


Sjá auglýsingu: TÁLKNAFJÖR dagskrá 2014 (.pdf)




« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón