A A A

Tálknfirðingar plokka

Stóri plokkdagurinn á Tálknafirði fer fram sunnudaginn 28. apríl 2024. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 14:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og drykki. Það er Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur sem standa að plokkdeginum í sameiningu.

 

Það að plokka er frábært tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Sameinumst um að hafa Tálknafjörð til fyrirmyndar í snyrtimennsku og sýnum umhverfi okkar og náttúru virðingu í leiðinni. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón