Tilboð óskast í nótabátinn við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti
Stjórn Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti og Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hafa ákveðið í samráði við Þjóðminjasafn Íslands að láta fjarlægja nótabátinn við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti.
Báturinn skal fjarlægður af safnasvæði Minjasafnsins fyrir 31. maí nk. og er flutningur á kostnað væntanlegs eiganda.
Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að eignast bátinn, sendi tilboð til formanns stjórnar Minjafnsins í síma 490 2301 eða á netfangið magnus@atvest.is fyrir 30. maí nk. að öðrum kosti verður honum fargað.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Stjórn Minjasafns Egils Ólafssonar
Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir