A A A

Tillaga að starfsleyfi fyrir Arctic Smolt hf. að Norður-Botni, Tálknafirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Arctic Smolt hf. til framleiðslu á allt að 1.000 tonnum á ári af laxa- og regnbogasilungsseiðum í landeldi að Norður-Botni, Tálknafirði. Rekstraraðilinn er með 200 tonna leyfi á sama stað og er því að auka framleiðsluna. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Tálknafjarðarhrepps á tímabilinu 17. ágúst til 17. september 2018.

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu og muni berast í viðtakann sem er Tálknafjörður. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið en jafnframt er hægt að grípa til aðgerða ef aðstæður breytast með ákvæðum í starfsleyfi.
 

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. september 2018.

Tillaga að starfsleyfi (.pdf) 
 
Umsókn um mengandi starfsemi (.pdf)
 
Skipulagsstofnun - Mat á umhverfisáhrifum (.pdf)



« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón