Tillaga um formlegar sameiningarviðræður við Vesturbyggð samþykkt
Á fundi síðasta þriðjudag samþykkti sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samhljóða tillögu um að skipa sex fulltrúa í samstarfsnefnd, þ.e. þrír frá hvoru sveitarfélagi, sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Stefnt skal að því að samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í maí næstkomandi með það fyrir augum að formleg kynning tillögunnar hefjist í ágúst og að kjördagur verði fyrir lok árs 2023. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.
Tillaga þessi er lögð fram í kjölfar óformlegra viðræðna fulltrúa sveitarfélaganna og samráðs við innviðaráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarstjórnin samþykkti jafnframt að skipa Jenný Láru Magnadóttur, Jóhann Örn Hreiðarsson og Lilju Magnúsdóttur til setu fyrir sína hönd í samstarfsnefnd.
Tillagan verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem fer fram miðvikudaginn 15. febrúar.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir