A A A

Tilnefn­ingar til bæjarlista­manns 2024

Í fyrsta sinn er auglýst eftir tilnefn­ingum til bæjarlista­manns Sameinaðs sveit­ar­fé­lags Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar. Bæjarlista­maður Vest­ur­byggðar hefur verið útnefndur frá árinu 2021.

 

Verðlaunin verða afhent þann 17. júní næstkomandi. Verðlaunin eru viðurkenning á góðum störfum í þágu listarinnar, þeim er ætlað að vekja athygli á verkum listamannsins og jafnframt verka sem hvatning til að koma starfi sínu á framfæri. Öll geta sent inn tilnefningar og tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, hvort sem það er úr hannyrðum, myndlist, ritlist, leiklist, tónlist eða öðru.

 

Í Vesturbyggð voru verðlaunin fyrst veitt Rannveigu Haraldsdóttur árið 2021, Signý Sverrisdóttir hlaut nafnbótina árið 2022 og síðast Guðný Gígja Skjaldardóttir árið 2023.

 

Tilnefningar og ábendingar berist í tölvupósti til Valgerðar Maríu Þorsteinsdóttur, menningar- og ferðafulltrúa, á netfangið muggsstofa@vesturbyggd.is í síðasta lagi mánudaginn 20. maí 2024. Tilnefningum má gjarnan fylgja rökstuðningur og upplýsingar um störf listamannsins en ekki er gerð krafa um slíkt. Sérstök valnefnd mun fara yfir innsendar tillögur.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón