Torf og grjóthleðsla
Torf- og gróthleðslur - Breiðavík
Námskeið hefst þann: 7.9.2012
Staðsetning: Breiðavik, Vesturbyggð
Haldið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti. Hámarksfjöldi þáttakenda er 10.
Hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki.. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti.
Lögð áhersla á verklega kennslu. Endurhlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu.
Kennari: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við LbhÍ.
Tími: Fös. 7. sept, kl. 9:00-17:00 og lau. 8. sept 9:00-16:00 í Breiðavík Vesturbyggð (18 kennslustundir).
Skráningarfrestur er til 4. sept 2012.
Verð: 32.000 kr. (Fæði og gögn innifalin í verði) (gisting fyrir þá er þurfa).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 9.000 kr. (óafturkræft) á reikning 0354-26-4237, kt. 411204-3590.
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir