Umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði 2013
Frá og með 1. janúar 2013 tóku gildi ný lög um menningarminjar nr. 80/2012. Með gildistöku þessara laga voru Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands.
Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Sjóðurinn veitir styrki til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.
Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, husafridun.is eða í síma 570 1300. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2013.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að þær framkvæmdir sem hún styrkir séu viðunandi af hendi leystar og í samræmi við innsend gögn. Bent er á leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar og Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni.
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Úthlutunarreglur sjóðsins má sjá hér: http://husafridun.eplica.is/media/frettir/B_nr_182_2013.pdf
Og hér má nálgast umsóknarformið: http://www.husafridun.is/styrkir/styrkumsoknir/
Til að úrvinnsla umsókna taki sem stystan tíma mælist Minjastofnun til að umsóknir berist sem fyrst.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir