Uppbyggingarsjóður Vestfjarða
Auglýst er eftir styrkumsóknum til Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða vegna ársins 2016. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 22. janúar 2016.
Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlunar Vestfjarða og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann hefur nú tekið við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Uppbyggingarsjóður varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Sérstök níu manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sér um að fara yfir umsóknir og úthluta styrkjum, á grundvelli Sóknaráætlunar Vestfjarða, áherslna og úthlutunarreglna, auk gæða umsókna og verkefna.
Sjá nánar á : vestfirdir.is/Uppbyggingarsjodur/
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir